Frábær frammistaða liðs Reykjanesbæjar þrátt fyrir tap gegn Ljótu hálfvitunum
Lið Reykjanesbæjar stóð sig frábærlega í fyrstu viðureign vetrarins í spurningakeppninni Útsvari þar sem það keppti við sterkt lið Norðurþings sem vann naumann sigur 90 - 87.
Þetta er þriðja árið í röð sem keppt er um Ómarsbjölluna, farandbikar kepninnar en þátturinn verður á dagskrá Sjónvarpsins á laugardagskvöldum í vetur.
Þar sem stigafjöldinn er með því hæsta sem um getur hjá tapliði eru allar líkur á því að lið Reykjanesbæjar haldi áfram í aðra umferð og verður spennandi að fylgjast með því.
Lið Reykjanesbæjar skipuðu Baldur Guðmundsson og Theodór Kjartansson sem kepptu í fyrra og þeim til fulltingis var nýr liðsmaður Hulda Guðfinna Geirsdóttir. Þau veittu Ljótu hálfvitunum (þar sem flestir eru sammála um að seinna nafn þeirra ætti að vera heilvitar, það fyrra mætti standa) og var keppnin mjög jöfn allan tímann. Reykjanesbæjarliðið tók síðustu spurningarnar allar með fullu húsi eða 15 stigum hverri en andstæðingar þeirra svöruðu alltaf á sama hátt og innbyrtu sigur. Frábær frammistaða hjá báðum liðum.
Mynd: Lið Reykjanesbæjar ásamt mótherjunum Ljótu Hálfvitunum frá Norðurþingi sem höfðu 3 stigum betur.