Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

  • Frábær flutningur Vox Felix í úrslitum
  • Frábær flutningur Vox Felix í úrslitum
Þriðjudagur 14. nóvember 2017 kl. 14:19

Frábær flutningur Vox Felix í úrslitum

-„Við göngum sátt frá borði,“ segir formaður sönghópsins

Sönghópurinn Vox Felix hefur síðustu vikur keppt í kórakeppninni „Kórar Íslands“. Hópurinn, sem æfir undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, komst alla leið í úrslit keppninnar en þar flutti hann lagið „Show must go on“ sem í íslenskri útsetningu ber heitið „Vinur í raun“.

Marín Hrund Jónsdóttir, formaður Vox Felix, segir í samtali við Víkurfréttir að ferlið hafi farið fram úr væntingum. „Við höfðum ótrúlega gaman af þátttökunni. Við erum reynslunni ríkari og göngum ofboðslega sátt frá borði.“ Þá vill sönghópurinn einnig þakka fyrir stuðninginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér fyrir neðan er hægt að sjá flutning Vox Felix á laginu „Vinur í raun“ í úrslitum.