Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frábær afmælisferð kórs Kálfatjarnarkirkju
Föstudagur 6. ágúst 2004 kl. 17:15

Frábær afmælisferð kórs Kálfatjarnarkirkju

Kór Kálfatjarnarkirkju fagnar 60 ára afmæli á þessu ári. Kórinn var stofnaður 1944 og getur enn státað af því að hafa 4 stofnfélaga innanborðs.

Í tilefni afmælisins brugðu kórfélagar sér, ásamt mökum, í menningar og skemmtiferð til Tírol í Austurríki, í síðasta mánuði.
Ferðin tókst mjög vel, menning landsins skoðuð í bak og fyrir, og að sjálfsögðu lét kórinn í sér heyra.

Í kórnum er starfandi prestur, séra Lena Rós Matthíasdóttir, og við hátíðlega athöfn í blómagarði hótels Andreas Hofer í Kufstein, blessaði hún sambúð Elísabetar Reynisdóttur og Hallgríms Einarssonar og tók kórinn lagið við þá athöfn.
Í haust stefnir kórinn á söngskemmtun í tilefni afmælisins, sem verður nánar auglýst síðar.

Kórfélagar vilja koma á framfæri bestu þökkum til allra þeirra sem gerðu þeim kleift að komast í þessa ferð og þá sérstaklega til kvenfélagsins Fjólu og sóknarnefndar Kálfatjarnarkirkju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024