Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frá Kóreu í Bláa Lónið til að upplifa heimsins bestu psoriasis meðferð
Þriðjudagur 14. febrúar 2012 kl. 16:37

Frá Kóreu í Bláa Lónið til að upplifa heimsins bestu psoriasis meðferð


Árlega sækir fólk frá ólíkum heimshlutum Blue Lagoon psoriasis meðferðna. Rick Kim er á meðal erlendra meðferðargesta, en hann er Kóremaður búsettur í Shangahi. Hann dvaldi hér á landi í um tveggja vikna skeið í upphafi árs og stundaði Blue Lagoon psoriasismeðferðina.

Leitaði á netinu eftir bestu psoriasismeðferðunum

Rick fann meðferðina gegnum leit á netinu þar sem hann leitaði eftir 10 bestu psoriasis meðferðunum í heiminum. Blue Lagoon kom upp í leitinni og nokkru síðar var hann kominn hingað til lands ásamt eiginkonu sinni sem dvaldi með honum í Bláa Lóninu fyrstu dagana.

„Ferðalagið er langt segir Rick en það hefur einnig sína kosti.Við hjónin flugum frá Shanghai í gegnum London og notuðum tækfærið og dvöldum þar í nokkra daga. Ég hafði ekki farið til Evrópu frá árinu 1990 og það var því frábært tækifæri að sameina frí og meðferð. Á næsta ári mun ég væntanlega koma aftur og þá munum við að öllum líkindum ferðast í gegnum París,“ segir Rick.

Þekkir Ísland í gegnum CCP
Rick segir að hann hafi þekkt til Íslands í gegnum vinnu sína en hann er framkvæmdastjóri fyrir tölvuleikjafyrirtækið Tian City en við höfum unnið töluvert mikið með íslenska tölvuleikjafyrirtækinu CCP.

Psoriasis tengist streitu og því er mikilvægt að gefa sér tíma til að slaka vel á segir Rick. „Staðsetning Bláa Lónsins hér á Íslandi er einn af helstu kostum meðferðarinnar og það er einnig dýrmætt að kynnast fólki víðsvegar að úr heiminum sem er hingað kominn til að leita sér lækninga. Ég hef nýtt mér intensive meðferðina sem veitir meiri árangur á skemmri tíma en hefðbundna meðferðin,“ segir Rick.

„Árangur meðferðarinnar hefur farið fram úr væntingum mínum og ég stefni að því að koma aftur á næsta ári. Konan mín mun þá koma með mér ásamt syni okkar en hann er ekki nema þriggja mánaða í dag og enn of ungur til að ferðast svona langa leið,“ sagði Rick.

Auk jákvæðra áhrifa meðferðarinnar segir Rick að það hafi verið frábært að fá tækifæri til að kynnast Íslandi. „Ég heimsótti orkuver HS Orku hf í Svartsengi auk þess sem ég fór til Grindavíkur og Reykjanesbæjar. Í nýlegri heimsókn til Reykjavíkur borðaði ég á veitingastaðnum Þremur Frökkum og heimsótti Hörpuna þar sem ég dáðist að arkitektúrnum,“ sagði Rick að lokum ánægður með fyrstu heimsókn sína til Íslands.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024