Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Frá barni til barns
Fimmtudagur 5. apríl 2018 kl. 10:26

Frá barni til barns

Píanó-, harmoníku- og hljómborðsnemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar efna til styrktartónleika fyrir langveik börn í Reykjanesbæ, laugardaginn 14. apríl.  Röð 6 stuttra tónleika hefst kl. 11 sem verða á hálfa og heila tímanum til kl. 14. Tónleikarnir fara fram í Bergi, Hljómahöll. Hægt er að tryggja sér miða á tónleikana með frjálsum framlögum inn á reikning: 0142-15-010366 kt. 3006584829, en einnig verða seldir miðar við innganginn í Berg.
 
Listmarkaður áhugalistamanna verður opinn meðan á tónleikaröðinni stendur og rennur allur ágóði af sölu listaverka hvort sem þau eru í orði, tónum, litum eða öðru formi, óskert til málefnisins sem stuðningur hinna fullorðnu við framtak barnanna. 
 
Að auki verður kaffihús á listmarkaðnum þar sem flutt verður tónlist af nemendum. Allur ágóði af sölu veitinga rennur sömuleiðis óskertur til málefnisins.
 
Skorað er á alla áhugalistamenn í Reykjanesbæ að skoða hvort þeir eigi í fórum sínum frumsamið hugverk, handverk, myndverk eða hvað annað af þessum toga sem viðkomandi vill gefa á listmarkaðinn til stuðnings þessu mikilvæga málefni. 
 
Slík framlög má tilkynna í síma Tónlistarskólans 420 1400.
 
Söfnun beinna styrkja er hafin og hægt er að leggja framlag til langveikra barna í Reykjanesbæ inn á ofangreint reikningsnúmer. Reikningurinn verður opinn til 14. maí 2018.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024