Fótboltapjakkar gáfu konum blóm í tilefni dagsins
Þeir voru heldur betur myndarlegir pjakkarnir í 5. flokki Víðis í Garði. Í gærkvöldi var haldið kútmaga- og sjávarréttakvöld Víðis og í tilefni af því að í dag er konudagurinn þá færði litlu strákarnir öllum konum í salnum rósir við mikinn fögnuð.Sjávarréttakvöldið í Garði er árviss viðburður og er fjáröflun fyrir íþróttir yngri flokka Víðis. Fjölmörg fyrirtæki í Garði leggja kvöldinu lið og gefa m.a. allt hráefni til matseldarinnar.
Nánar í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út á næstunni.
Nánar í Tímariti Víkurfrétta sem kemur út á næstunni.