Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í dag – verkefnið hefur áhrif.
Miðvikudagur 2. febrúar 2011 kl. 17:10

Forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í dag – verkefnið hefur áhrif.

Árlegur forvarnardagur ungra ökumanna var haldinn í 88 Húsinu í dag og tóku um 170 nemendur í lífsleikniáfanga í Fjölbrautaskóla Suðurnesja þátt. Forvarnardagur ungra ökumanna er samstarfsverkefni Reykjanesbæjar, Lögreglunnar á Suðurnesjum, Brunavarna Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingamiðstöðvarinnar. Markmið verkefnisins er að vekja umhugsun hjá ungmennum um þá ábyrgð sem fylgir því að aka bíl, fækka umferðaslysum og auka öryggi í umferðinni.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að prófa veltibíl og ölvunargleraugu. Lögreglu- og sjúkraflutningamenn sviðsettu svo slys fyrir nemendur og fengu þeir að sjá hvernig þeir athafna sig við slys og þegar klippa þarf bíl í sundur. Eins og undandarin ár voru svo grillaðar pylsur handa öllum þátttakendum í hádeginu.

Gerð var könnun á nemendum síðasta vetur þegar svona dagur var haldinn og nemendur spurðir ýmsa spurninga um verkefnið. Mjög há prósenta taldi þennan dag hafa jákvæð áhrif og einnig stór hópur fannst sviðsetta slysið vera mjög fróðlegt að sjá. Kristján Freyr eða Krissi lögga sló einnig í gegn hjá nemendum en um 93,5% fannst fyrirlestur hans fróðlegur og skemmtilegur. Áhugaverðustu niðurstöður könnunarinnar voru þó þær að um 86 prósent nemenda voru meðvitaðir um hraðaakstur ungra ökumanna og má segja að samkvæmt skýrslu sem unnin var úr þessum gögnum að þá hefur þetta verkefni gríðarlega mikil áhrifa á unga ökumenn.

VF-Myndir/siggijóns

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krissi lögga fræddi nemendur um slys og afleiðingar þeirra.

Ólafur Jónsson hjá Brunavörnum Suðurnesja sá um ölvunargleraugun og fannst ekki leiðinlegt að stríða krökkunum aðeins.

Krakkarnir misstu ekki sekúndu úr fyrirlestrum enda einbeitingin í hámarki eins og sjá má á myndinni.