Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Forvarnardagur í grunnskólunum
Föstudagur 31. október 2008 kl. 15:57

Forvarnardagur í grunnskólunum



Forvarnardagur Forseta Íslands verður haldinn í grunnskólum landsins þann 6. nóvember næstkomandi.
Eitt af markmiðum þessa dags er að koma á framfæri við unglinga, fjölskyldur og samfélagið allt upplýsingum um þætti sem geta haft úrslitaáhrif á það hvort ungmenni verði vímuefnum að bráð.

Dagskrá sem er haldin innan skólanna þennan dag tekur mið af áratuga rannsóknum íslenskra háskóla sem hefur sýnt fram á að þrjú heillaráð geti stuðlað að því að forða börnum og unglingum frá því að ánetjast vímuefnum. 

Þau eru:
Að fjölskyldan verji sem mestum tíma saman.
Að hvetja börn og unglinga til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi.
 Að því lengur sem unglingar sniðganga áfengi þeim mun ólíklegra er að þeir ánetjist vímuefnum. Hvert ár skiptir máli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg: Forsetahjónin í heimsókn á forvarnardegi í Njarðvíkurskóla.