Forvarnafræðsla í Grindavík
Nemendur í Grunnskólanum Grindavík fengu góða heimsókn sl. fimmtudag þar sem Erlingur Jónsson frá forvarnarverkefninu Lundi stóð fyrir fyrirlestri um skaðsemi eiturlyfja. Honum til fulltingis voru tveir einstaklingar sem ung höfðu ánetjast lyfjum, en hafa nú komist á beinu brautina.
Unga fólkið dró ekkert til baka í reynslusögum sínum og voru frásagnir þeirra oft óhugnanlegar. Þau ræddu m.a. hvernig þau höfðu losnað undan viðjum eitursins og hvernig þau þurfi í dag, og um ókomna framtíð, stanslaust að vera á varðbergi gagnvart fíkn sinni.
Þeir sem vilja fræðast meira meira um starf Lundar geta farið inn á heimasíðu verkefnisins, www.forvarnir.bloggar.is
Þess má auk þess geta að Lundur verður með annan fræðslufund í Grindavík annað kvöld og á miðvikudaginn í næstu viku verður svo kynning í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk og foreldra þeirra og líka í Heiðarskóla sama dag.
Mynd/Heimasíða Grunnskóla Grindavíkur
Unga fólkið dró ekkert til baka í reynslusögum sínum og voru frásagnir þeirra oft óhugnanlegar. Þau ræddu m.a. hvernig þau höfðu losnað undan viðjum eitursins og hvernig þau þurfi í dag, og um ókomna framtíð, stanslaust að vera á varðbergi gagnvart fíkn sinni.
Þeir sem vilja fræðast meira meira um starf Lundar geta farið inn á heimasíðu verkefnisins, www.forvarnir.bloggar.is
Þess má auk þess geta að Lundur verður með annan fræðslufund í Grindavík annað kvöld og á miðvikudaginn í næstu viku verður svo kynning í Njarðvíkurskóla fyrir nemendur í 8.-10. bekk og foreldra þeirra og líka í Heiðarskóla sama dag.
Mynd/Heimasíða Grunnskóla Grindavíkur