Forvarnadeginum frestað
Forvarnadagur ungra ökumanna, sem vera átti í 88 húsinu í dag, hefur verið frestað.
Í tilefni af honum var sýnd fræðslumynd á vegum Samgöngustofu sýnd í grunnskólum í gær. Þar sagði faðir Kristins Veigars Sigurðssonar, sem lést 1. desember 2007, frà þessum hræðilega atburði.
Í myndinni segir faðirinn, Óskar, sögu sína, en hann segist ekki hafa verið til fyrirmyndar sem ökumaður à sínum yngri àrum. Hann missti besta vin sinn í bílslysi à Garðveginum àsamt því að litli drengurinn hans dó eins og àður segir. Myndin er 20 mínútur að lengd og lætur engan ósnortinn. Óskar skorar à unga ökumenn að fara varlega í umferðinni.
Fjölbreytt dagskrà verður í 88 húsinu, þegar forvarnadagurinn verður, þar sem m.a. ung kona mun segja sögu sína, en hún lifði af hörmulegt bílslys fyrir nokkrum àrum.