Fóru í ratleik á mjólkurdeginum
Í tilefni alþjóða mjólkurdagsins fóru krakkar úr rúmlega 100 skólum á Íslandi, í mjólkurratleik í gær. Leikurinn er samststarfsverkefni markaðsefndar mjólkuriðnaðarins og íþróttakennarafélag Íslands ÍKFÍ sem ákváðu í sumar að uppfæra þekktan leik í tilefni mjólkurdagsins. Leiknum hefur síðan verið dreift til grunnskóla á landinu svo íþróttakennarar gætu nýtt hann til íþróttakennslu á mjólkurdaginn sem og í framtíðinni í kennslunni.
Íþróttakennararnir Guðbrandur Jóhann Stefánsson og Gunnar Magnús Jónsson settu leikinn upp fyrir hönd ÍKFÍ sem síðan var myndskreyttur og framleiddur af markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins.
Tvær útgáfur voru gerðar af leiknum. Önnur fyrir yngsta stig grunnskólans er kallaður Dreitill, en hin fyrir miðstigið eða MUU ratleikurinn rétt eins og MUU mjólkurherferðin.
Nemendur við fjórða bekk í Myllubakkaskóla minntust mjólkurdagsins með því að fara í leikinn, og var ekki annað að sjá á þessum kátu krökkum í skrúðgarðinum í gærmorgun, en að þau kynnu vel við ratleikina. Vitaskuld var kappkostað við að vera fyrstur að finna sín merki og reyna að tryggja sínu liði sigur.
Í tengslum við mjólkurdaginn gaf markaðsnefdin öllum börnum, í þessum rúmlega100 skólum, mjólk með morgunnestinu.
VF-myndir/ [email protected]