Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Forsýning á The Biggest Loser í kvöld
Eyþór Árni Úlfarsson.
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 09:42

Forsýning á The Biggest Loser í kvöld

Í kvöld verður fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur í Andres Theater á Ásbrú.

Í kvöld verður fyrsti þáttur The Biggest Loser Ísland forsýndur í Andres Theater á Ásbrú. Eins og Suðurnesjamenn sjálfsagt vita þá er einn keppandi þáttanna frá Reykjanesbæ, Eyþór Árni Úlfarsson, 34 ára íbúi á Ásbrú.  

Eyþór er einn 12 keppenda sem valdir voru til þátttöku í The Biggest Loser Ísland en eins og frægt er orðið sóttu yfir 1300 manns um þátttöku í þáttunum. Keppendur æfðu fjórum sinnum á dag í 10 vikur undir leiðsögn einkaþjálfaranna Everts Víglundssonar og Gurrýjar Torfadóttur.

Tökum þáttanna er að mestu lokið þó keppendur séu allir komnir heim en lokaþátturinn fer fram í beinni útsendingu í apríl. Allir keppendur eru enn í stífu æfingaprógrammi því í lokaþættinum kemur í ljós hver keppendanna hefur staðið sig best.

Þættirnir verða sýndir á SkjáEinum frá 23. janúar. Fyrsti þátturinn er tvöfaldur að lengd og verður forsýndur Suðurnesjamönnum í Andrews Theater á Ásbrú mánudagskvöldið 13. janúar kl. 20:30.
Aðstandendur þáttanna hvetja Suðurnesjamenn til að fjölmenna í Andrews Theater í kvöld og sýna Eyþóri stuðning í keppninni.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024