Forstjóri Samherja laumaði sér aftur til starfa og enginn að pæla í því
„Stóra fréttin sem ekki tengist Covid-19 er að Þorsteinn Már Baldvinsson laumaði sér aftur til starfa hjá Samherja og það er enginn að pæla í því,“ segir Björg Hafsteinsdóttir. Hún segir draumafríið eftir Covid vera að ferðast um Ísland og þurfa ekki að forðast fólk og staði með fulla vasa af spritti.