Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Forskólatónleikar í grunnskólum bæjarins og stór-tónleikar
Mánudagur 14. mars 2011 kl. 09:28

Forskólatónleikar í grunnskólum bæjarins og stór-tónleikar

Dagana 14. og 15. mars n.k. mun Forskóladeild Tónlistarskóla Reykjanesbæjar ásamt Lúðrasveit C og Rokkhljómsveit halda tónleika fyrir nemendur í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Þetta er áttunda árið sem Forskóladeild og Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar standa saman að grunnskólatónleikum.

Umfang verkefnisins hefur vaxið ár frá ári og hefur sú hefð myndast að því ljúki með stór-tónleikum ætluðum almenningi og hafa börnin ávallt spilað og sungið fyrir troðfullu húsi og algerlega slegið í gegn á þessum tónleikum.

Alls verða haldnir 6 skólatónleikar á þessum tveimur dögum og eins og hefðin býður, mun tónleikaröðinni ljúka með Stór-tónleikum í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur þriðjudaginn 15. mars. Tónleikarnir hefjast kl. 19.30. Þar koma fram nemendur Forskóla 2 í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, en hann skipa allir nemendur í 2. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ, alls um 200 börn, ásamt Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar - C-sveit, og Rokkhljómsveit úr skólanum.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024