Forseti bæjarstjórnar hjólar til Reykjavíkur
„Ekki strjúka á mér rassinn, en þið megið flauta 2x!“
„Var að hlusta á útvarpið og fólk var að vara við að fara á bíl í miðborg Reykjavíkur. Ilmur Kristjáns var í viðtali og hvatti fólk til að hjóla í bæinn. Nú ætla ég að taka hana á orðinu og hjóla til Rekjavíkur og taka rútuna til baka,“ segir Anna Lóa Ólafsdóttir, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Hún er í þessum skrifuðu orðum á leið sinni frá Reykjanesbæ til Reykjavíkur og áætlaði að tveir tímar færu í það „Þið vinir mínir sem eruð að fara að keyra Reykjanesbrautina núna á milli kl. 13 og 15 - ekki strjúka á mér rassinn en þið megið flauta 2x. Koma svo!!!“