Forsetar heimsóttu Grindvíkinga
Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans kom í fylgd Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands í heimsókn í Kvikuna í Grindavík í dag. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri fór með þeim í gegnum sýningarnar í Kvikunni og leysti gestina út með gjöfum.
Bæjarstjórinn gaf þeim m.a. kaffibolla með gildum bæjarins sem vakti lukku hjá gestunum.