Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 11. desember 2003 kl. 09:53

Forsetafrúin keypti listaverk eftir Fríðu

Dorrit Moussaief forsetafrú keypti listaverk eftir Fríðu Rögnvaldsdóttur myndlistarkonu á jólasýningu Norræna hússins sem nú stendur yfir. Verkið sem forsetafrúin keypti er skúlptúr sem heitir Vasi á vegg. Fríða sagði í samtali við Víkurfréttir að hún væri í sjöunda himni. „Auðvitað er það mikill heiður að forsetafrúin kaupi verk af mér. Ég er stolt af því.“
Fríða og Magdalena S. Þórisdóttir sýna á jólasýningu Norræna hússins sem opnaði 21. nóvember. Fríða sýnir lágmyndir í steypu og striga og Magdalena sýnir te og espresso hettur úr lopa, útsaumað úr silki og perlum.
Í norræna húsinu mun ríkja sannkölluð jólastemning og verður boðið upp á glögg og nýbakaðar smákökur. Jólasýningin er sölusýning og eru fjölmargir listamenn sem bjóða handverk sitt til sölu. Sýningin er opin þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12-17 og stendur til 21. desember.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024