Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Forsala hafin á nýrri plötu Klassart
Sunnudagur 11. júlí 2010 kl. 15:15

Forsala hafin á nýrri plötu Klassart

Loksins dregur til tíðinda frá systkinunum í hljómsveitinni Klassart. Þau Pálmar, Smári og Fríða Dís Guðmundsbörn tóku formlega á móti plötunni sinni í Geimsteini rétt fyrir helgi og var gleðin í fyrirúmi þegar Víkurfréttir kíktu við enda löng bið senn á enda.

Platan sem ber heitið Bréf frá París er því orðin fullklár og er forsala hafin í Mál og menningu á Laugaveginum. Diskurinn verður fáanlegur í öllum helstu plötubúðum landsins eftir helgi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Systkinin munu koma til með að fylgja plötunni eftir og stefnt verður að útgáfutónleikum í águst en komið verður betur að því síðar.

Með þessari frétt er rúmlega mínútu bútur úr lagi á nýju plötunni þar sem Sigurður Guðmundsson, Siggi í Hjálmum, syngur með Fríðu Dís.