Forsala á þorrablót í Garði síðdegis
Stærsta þorrablót Suðurnesja verður haldið í Garði laugardaginn 25. janúar nk. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að þorrablótinu sem nú er haldið í fimmta skiptið. Forsala aðgöngumiða fer fram í dag, föstudaginn 22. nóvember kl. 18-20 í Víðishúsinu í Garði. Miðaverð er 7.900 krónur.
Á þorrablótinu í janúar verður Pétur Jóhann Sigfússon með uppistand. The Backstabbing Beatles skemmta, Biggi og Helgi úr Loddugöngunni í Sandgerði verða með fjöldasöng, Guðmundur Hermannsson leikur undir borðhaldi og Víðisfilm verður með sprell. Axel Jónsson mun sjá um þorramatinn og útvarpsmaðurinn Gulli Helga annast veislustjórn. Þá verður dansleikur með Stjórninni fram á rauða nótt.
Nánari upplýsingar gefa Steini í síma 896 7706 og Gullý í síma 663 7940.