Forsala á stærsta þorrablót Suðurnesja
Þorrablót Suðurnesjamanna verður haldið laugardaginn 19. janúar 2013 í íþróttahúsinu í Garði. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem standa að blótinu í samvinnu við unglingaráð Víðis.
Á Þorrablótinu verður glæsilegt hlaðborð þjóðlegra rétta í bland við glæsilega skemmtidagskrá. Þannig munu Fjallabræður og hljómsveitin Buffið halda uppi fjörinu allt kvöldið. Víðisfilm kemur með óvænt atriði. Fjölmörg önnur skemmtiatriði eru í pípunum.
Veislustjóri kvöldsins verður leikkonan Anna Svava Knútsdóttir.
Forsala aðgöngumiða er í Víðishúsinu 2. nóvember kl. 19-21. Miðaverð kr. 7500,-
Það má því búast við stórkostlegri skemmtun í Garðinum þann 19. janúar 2013 og til að bóka miða fyrir hópa má hringja annað hvort í Þorstein Jóhannsson hjá Björgunarsveitinni Ægi í síma 896 7706 eða í Guðlaugu Sigurðardóttur hjá Knattspyrnufélaginu Víði í síma 663 7940.