Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Forréttindi að vera Grindvíkingur
Laugardagur 29. júlí 2017 kl. 06:00

Forréttindi að vera Grindvíkingur

-Unnar Hjálmarsson svarar spurningum um lífið og tilveruna suður með sjó

Hvað ertu að bralla þessa dagana?
„Ég tók mér pásu frá skóla vorönnina 2016 og var að vinna í ræstideildinni hjá IGS í rúmlega eitt ár og fékk svo boð um að fara í Ground Ops hjá IGS  síðastliðinn maí og líkar það vel. Ég læt sennilega bara reyna á skólann í framtíðinni.“

Hvað finnst þér best við það að hafa alist upp á Suðurnesjunum?
„Að vera Grindvíkingur. Algjör forréttindi.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ef þú ættir að mæla með einhverju einu af svæðinu fyrir þá sem ekki búa hér, hvað væri það?
„Að það sé stutt til útlanda.“

Hvað ætlarðu að gera í sumar?
„Ég geri lítið annað en að vinna þessa dagana en er nú þegar búinn að kíkja í nokkrar útilegur.“

Hvað ætlarðu að gera um Verslunarmannahelgina?
„Að sjálfsögðu mætir maður í Herjólfsdal í Grindavíkur treyjunni og syngur hástöfum.“

Hvað finnst þér betur mega fara í bænum?
„Grindavík er fallegur bær en mikið rosalega finnst mér gatnamótin á vegi Bláa lónsins ekki laga neitt. Ég hefði vilja sjá hringtorg þar.“