Mánudagur 14. maí 2001 kl. 10:35
Fornbílar í Sandgerði

Félagar í Fornbílaklúbbnum fjölmenntu til Suðurnesja um helgina.Svokallaður skoðunardagur var á laugardag en þá fjölmenntu fornbílar í bifreiðaskoðun. Að henni lokinni var ekið til Suðurnesja og drukkið kaffi á Vitanum í Sandgerði. Gömlu bílunum var stillt upp utan við veitingahúsið og vöktu óskipta athygli allra sem áttu leið þar hjá.