Fornbílaklúbbur Suðurnesja: Kynningarfundur á fimmtudag
Áhugamannafélag á Suðurnesjum um fornbíla og gamlar vélar var stofnað fyrir skömmu af hópi vaskra manna sem vilja þétta hóp fornbílaáhugamanna á svæðinu. Fimmtudagskvöldið 8. mars, klukkan 20, verður haldinn opinn fundur í húsnæði Bláa hersins í Grófinni 2 í Reykjanesbæ. Allir sem hafa áhuga á gömlum bílum og vélum eru hvattir til að mæta og kynna sér starfsemi klúbbsins og hugmyndir sem eru uppi um starfsemi hans.
Mynd/Andri Örn Víðisson