Fórnarlömbum ljósmyndara færðar myndir
Þær Ragnhildur Ævarsdóttir og Hildigunnar Gísladóttir í Reykjanesbæ, voru á síðasta ári meðal margra „fórnarlamba” Ellerts Grétarssonar, ljósmyndara Víkurfrétta. Fyrir vikið höfnuðu ljósmyndir af þeim fyrir sjónum almennings, m.a. í ljósmyndabókinni Myndir ársins 2006 og á sýningu Blaðaljósmyndarafélags Íslands í Gerðasafni í febrúar síðastliðnum þar sem Myndir ársins 2006 voru sýndar. Þótti því tilhlýðilegt að færa þeim að gjöf eintök af myndunum, sem þær fengu afhendar nú á dögunum hér á Víkurfréttum.
Sérstök dómnefnd valdi til sýningarinnar 209 ljósmyndir úr 2500 myndum frá yfir 40 íslenskum blaðaljósmyndurum og voru þær jafnframt gefnar út í veglegri ljósmyndabók, Myndir ársins 2006, sem Edda gefur út Af þessum 209 myndum áttu Víkurfréttaljósmyndarar 5 myndir, Ellert Grétarsson fjórar og Þorgils Jónsson eina.
Þá var Birni Traustasyni fært eintak af ljósmyndaverkinu „Jigglarinn“, en Björn var að leika listir sínar á bæjarhátíð Vogamanna síðasta sumar þegar hann lenti alsaklaus í linsunni á myndavél Ellerts. Í myndverkinu er hann reyndar kominn í allt annað og draumkenndara umhverfi þar sem m.a. rústirnar af vélsmiðju Ol Olsen eru í bakgrunni. Myndverkið verður ásamt fleiri verkum Ellerts á sýningu sem opnar í Galleria Zero á Barcelona núna í maí.
Efri mynd:
Ragnhildur Ævarsdóttir og Hildigunnur Gísladóttir ásamt Ellerti Grétarssyni, ljósmyndara Víkurfrétta. Hildigunnur er einmitt í sömu peysunni sem hún er í á myndinni, sem tekin er við setningu Ljósanætur í fyrra. Litirnir í peysunni gerðu gæfumuninn fyrir myndina.
Neðri mynd:
Björn Traustason með myndverkið „Jigglarinn".
Sérstök dómnefnd valdi til sýningarinnar 209 ljósmyndir úr 2500 myndum frá yfir 40 íslenskum blaðaljósmyndurum og voru þær jafnframt gefnar út í veglegri ljósmyndabók, Myndir ársins 2006, sem Edda gefur út Af þessum 209 myndum áttu Víkurfréttaljósmyndarar 5 myndir, Ellert Grétarsson fjórar og Þorgils Jónsson eina.
Þá var Birni Traustasyni fært eintak af ljósmyndaverkinu „Jigglarinn“, en Björn var að leika listir sínar á bæjarhátíð Vogamanna síðasta sumar þegar hann lenti alsaklaus í linsunni á myndavél Ellerts. Í myndverkinu er hann reyndar kominn í allt annað og draumkenndara umhverfi þar sem m.a. rústirnar af vélsmiðju Ol Olsen eru í bakgrunni. Myndverkið verður ásamt fleiri verkum Ellerts á sýningu sem opnar í Galleria Zero á Barcelona núna í maí.
Efri mynd:
Ragnhildur Ævarsdóttir og Hildigunnur Gísladóttir ásamt Ellerti Grétarssyni, ljósmyndara Víkurfrétta. Hildigunnur er einmitt í sömu peysunni sem hún er í á myndinni, sem tekin er við setningu Ljósanætur í fyrra. Litirnir í peysunni gerðu gæfumuninn fyrir myndina.
Neðri mynd:
Björn Traustason með myndverkið „Jigglarinn".