Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 23. febrúar 2000 kl. 15:04

Formula 1 á Silverstone 2000 hjá Samvinnuferðum Landsýn

Í ár verður haldið uppá 50 ára afmæli Formulu 1 en fyrsta keppnin var haldin á Silverstone 13.maí 1950. Eins og undanfarin ár munu Samvinnuferðir Landsýn bjóða uppá ferðir á þennann spennandi kappakstur sem einkennist af; hámarkshraða, hámarksspennu og hámarkstækni. Fyrsta keppnin sem farið verður á er til Silverstone sem oft hefur verið kölluð „Mekka“ Formulunnar. Vegna afmælisins verður mikið um dýrðir þar sem meðal annars verður sýning á gömlum Formulu 1 bílum sem munu einnig sína gamla takta og krafta á brautinni. Flogið verður til London föstudaginn 20. apríl og gist á 3* hóteli. Ekki verður farið á tímatökuna en í stað þess horft á hana af stórum sjónvarpsskjá á vel völdum stað í London. Á sunnudeginum verður farið snemma af stað til Silverstone. Lagt verður af stað klukkan 05.oo, og eitt er víst að nóg verður um að vera þangað til keppnin hefst sem er kl. 14.oo. Hægt er að panta miða á söngleiki og fótboltaleiki hjá sölufólki okkar. Verðdæmi: Tveir í herbergi er 65.9oo. kr., innif.: flug, flugvalla- skattar, gisting m/morgunmat, ferðir til og frá flugvelli og á keppni og ísl. fararstjórn. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fara á tímatöku þá kostar miðinn 10.ooo kr. Allar nánari uppl. og skráning fást hjá Samvinnuferðum Keflavík og í síma 4213400.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024