Formleg opnun Ferskra vinda á morgun
	Nú stendur yfir listahátíðin Ferskir vindar í Garði.  Um 50 listamenn frá ýmsum löndum taka þátt í listahátíðinni sem stendur yfir fram í byrjun febrúar. Formleg opnun listahátíðarinnar er á morgun, laugardag, og í kjölfarið verður listsköpun listamannanna til sýnis.
	
	„Það er athyglisvert að fylgjast með listsköpun listamannanna, sem vinna að ýmiskonar afbrigðum listar.  Ánægjulegt er hve listamenn hafa unnið vel með nemendum í skólum Garðs, sem vonandi eflir listaandann í nemendunum,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði.
	
	Ferskir vindar er framkvæmdaraðili listahátíðarinnar, í samstarfi við Sveitarfélagið Garð.  Sveitarfélagið Garður lýsir mikilli ánægju með listahátíðina og samstarfið við Ferska vinda og hvetur sem flesta að taka þátt í listahátíðinni með því að fylgjast með vinnu listamannanna og kynna sér þeirra verk.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				