Formannshjónin dönsuðu á sundlaugarbakkanum
	Ljúfir harmonikkutónar ómuðu í Sundmiðstöð Keflavíkur á föstudagsmorguni Ljósanætur. Þórólfur Þorsteinsson eða Dói harmonikkuleikari lék á nikkuna fyrir sundgesti sem kunnu vel að meta tónana um leið og þeir tóku stundsprett eða nutu hans í heitu pottunum.
	
	Formannshjónin í sundhópnum „1. deildin“ tóku þetta skrefinu lengra og dönsuðu undir harmonikkutónum Dóa á sundlaugarbakkanum. Daði Þorgrímsson og Jóhanns Falsdóttir sýndu þar alvöru danstakta í baðfötunum. Í biðsal Sundmiðstöðvarinnar var svo boðið upp á heitar vöfflur með tilheyrandi meðlæti og rjúkandi morgunkaffi í boði sundstaðarins. Starfsmenn laugarinnar stóðust ekki mátíð þegar þeir sáu dansins og smelltu mynd af hjónunum í góðum gír.
	
	
	
	





 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				