„Forfeður“ í SSV
Það eru reyndar margir búnir að uppgötva Stafnesið í heild sinni sem áhugaverðan stað til að fara sunnudagsrúntinn á. Íbúar í sveitinni utan við þéttbýlið í Sandgerði hafa orðið varir við mikla aukningu á umferð um svæðið – og það áður en kom til strandsins fræga í Hvalsnesfjöru. Umferðin á síðan eftir að aukast mikið þegar hinn svokallaði Ósabotnavegur verður tekinn í gagnið. Vegurinn liggur einnig framhjá frægum haugum á Stafnesi þar sem urðaður hefur verið óþverri frá herstöðinni í áratugi og olíumenguðum jarðvegi af Nikkelsvæðinu var komið fyrir. Hvort vegurinn eigi eftir að auðvelda frekari flutninga á rusli og menguðum jarðvegi er nokkuð sem sumir íbúar á Stafnesi óttast.