Foreldravitundin má aldrei sofa!

En það er ekki nóg að halda eina góða ráðstefnu og halda að þar með þurfi ekki meira að gera það árið. Við verðum alltaf að hafa uppbrettar ermar og meigum ekki sofna á verðinum í uppeldinu.
Í síðustu viku var Stefán Karl Stefánsson leikari með fyrirlestur í Heiðarskóla um eintelti fyrir foreldra í Reykjanesbæ. Í máli hans kom fram margt sem fékk foreldra til að standa á öndinni. En það sem mér fanst áhrifaríkast var hvernig hann beindi því til okkar foreldranna að ábyrgðin er hjá okkur. Ekki gerandanum eða þolandanum, ekki skólanum eða íþróttahreyfingunni, heldur OKKUR! FORELDRUNUM!
Auðvitað bera allir sína ábyrgð, en það er undir okkur foreldrum komið að ala upp þá einstaklinga sem okkur hefur verið treyst fyrir og búa þá sem best út í lífið, með sterka sjálfsmynd og ríka réttlætiskennd þannig að þau geti betur, staðist þau neikvæðu áreyti sem alltaf koma til með að verða á
vegi þeirra og greint rétt frá röngu.
Fjölskyldu- og félagsþjónustan hefur leitað eftir samstarfi við íþrótta- og tómstundadeild Reykjanesbæjar, skólayfirvöld, lögreglu og foreldrafélög til að efla foreldravitundina og eru allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum.
Nú beini ég því til foreldra að vera tilbúnir til samstarfs. Árangurinn af slíku samstarfi getur orðið, heilbrigðari æska, samhentari fjölskyldur, ánægðari foreldrar og betra mannlíf!
Hjördís Árnadóttir
félagsmálastjóri Reykjanesbæjar