Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 30. maí 2000 kl. 02:11

Foreldrar gefa skólanum gjafir

Foreldrafélag Grunnskóla Sandgerðisbæjar hefur verið ötult við að safna fé á liðnum mánuðum. Félagið hefur séð um kaffiveitingar við ýmis tækifæri fyrir bæjarfélagið og selt fyrirtækjum bollur. Fulltrúar foreldrafélagsins afhentu Pétri Brynjarssyni, aðstoðarskólastjóra og Guðjóni Kristjánssyni, skólastjóra, stóra gjöf að verðmæti 180 þús. kr. sl. föstudag., en það voru tvö segulbands-, sjónvarps- og myndbandstæki, tvo ritþjálfara og tvö samlokugrill. Myndatexti: Pétur Brynjarsson, aðstoðarskólastjóri, Rebekka Magnúsdóttir, foreldri, Guðjón Kristjánsson, skólastjóri, Þráinn Maríusson, formaður foreldrarfélagsins, Linda Gústafsdóttir, gjaldkeri, Helga Birgisdóttir, foreldri. Á myndina vantar Guðrúnu Teitsdóttir, ritara félagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024