FORELDRAR - FÍKNIEFNI!
Talaðu við barnið þitt um hætturnarKomdu fram við barnið þitt á sama háttog þú vilt að það komi fram við þig.Meirihluti barna á Íslandi tengist aldrei fíkniefnum. En töluverð hætta er á í hinum vestræna heimi að mörg þeirra komist fyrr eða síðar í tæri við þau. Hætturnar leynast víða, freistingarnar eru margar/ miklar. Kannanir sýna jafna aukningu síðastliðinna ára á vímuefnanotkun ungmenna á Íslandi.Stjórnvöld eru í dag í samvinnu við löggæslustofnanir, félagasamtök og aðra fagaðila að vinna með markvissum hætti að margvíslegum vímuefnavörnum. Má þar m.a. nefna til samstarfsátak (fimm ára áætlun) Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar og nokkurra annarra stórborga í Evrópu. Slagorð verkefnissins hérlendis er „Ísland án ólöglegra fíkniefna árið 2002“.Hvers vegna byrja börnin að fikta með fíkniefni !Ekkert eitt svar er til við því. Öll börn gætu látið freistast að nota fíkniefni. Skiptir þar litlu úr hvernig umhverfi þau koma, hversu vel þau kunna að vera gefin, staða og stétt foreldrta o.s.frv. Hluti skýringanna gæti þó legið í neðanskráðu:Vegna flótta frá heimili og skóla. Vegna spennu og áhættunnar sem kunna að fylgja þeim, vegna þess að þau eru ólögleg. Vegna þarfarinnar á að vera öðruvísi, að endingu vegna þess að þau þykja „töff“. Gefðu barninu þínu tíma-hlustaðu.Mikilvægt er að barnið fái athygli þína og stuðning þegar það leitar til þín með sín mál. Það er góð regla að koma fram á sama hátt við börnin sín og þú vilt að þau komi fram við þig. Ef þau finna að þú hafir áhuga á þeirra sjónarmiðum og vandamálum, þá stuðlarðu að traustum trúnaði hjá þeim. Þú gætir í framhaldinu haft áhrif á að þau reyni ekki fíkniefni eða hjálpað þeim að hætta ef þau hafa þegar reynt þau. Að endingu og ekki síst stuðlað að því, að þau séu vel upplýst um hætturnar.Sýndu umhyggju þína í orði og verki, með því að:Finna út hvaða tilfinningu þau hafi fyrir efnunum. Fá þau til að hugsa af hverju þau ættu að neita þeim. Taka sjónarmið þeirra alvarlega með því aðhlusta, án þess þó að deila við þau. Vera fastur fyrir en þó sanngjarn.Láta það vera ljóst hverjar þínar skoðanir og tilfinningar eru og að þú viljir að þau virði þær. Láttu vini þeirra finna að þeir séu velkomnir inn á heimili ykkar, jafnvel þótt þeir séu kannski ekki sú fyrirmynd sem þú myndir sjálfur velja fyrir þau. Þannig getur þú enn haft áhrif á það sem þau gera, með því að sýna að þér sé ekki sama. Börn þarfnast þess að þeim sé sýnd virðing, að þau skipti máli og að þeim sé treystandi. Jafnvel þótt þau hafi gert eitthvað sem þau vita að þau geta ekki verið stolt af. Þú gætir t.d. sagt við þau, „mér líkar kannski ekki hvað þú hefur gert, en ég fyrirgef þér það nú samt“. þetta gæti verið hluti skilaboðanna sem þau þarfnast að fá að heyra frá þér þá stundina.Kæru foreldrar:Ykkar stuðningur getur hjálpað barninu að bregðast rétt við ef það kemst í tæri við efnin. Höldum vöku okkar, sýnum öll samstöðu, byggjum upp traustan grunn, til gæfuríkrar framtíðar fyrir æskuna. Munum að, ef enginn er eftirspurn fyrir ólöglegu fíkniefnin, þá er enginn markaðurinn. EK.Forvarnir í Reykjanesbæ, nóvember 1998.