Foreldramorgnar í Njarðvíkursókn
Foreldramorgnar eru í Njarðvíkursókn tvisvar í viku. Allir foreldrar sem eru heima með ung börn eru velkomnir í Ytri Njarðvíkurkirkju á þriðjudögum og fimmtudögum.
Á foreldramorgnum hittast foreldrar og spjalla saman og börnin una sér í góðum félagsskap. Að sögn Þorbjargar K. Þorgrímsdóttur, umsjónarmanns foreldramorgna eru allir foreldrar hjartanlega velkomnir.
Þær konur sem voru samankomnar í kirkjunni s.l. fimmtudag eru aðfluttar í bæjarfélagið og kynntust á þessum morgnum. Þeim finnst þetta alveg æðislegt og ein þeirra talaði um að þegar hún væri búin að vera á foreldramorgnum þá færi hún yfirleitt þaða full af orku, „því það er svo gaman að hitta aðra sem eru líka heimavinnandi með ung börn.“
Þær voru sammála því að það sé svo mikil hætta á að fólk einangrist heima með lítil börn en morgunstundin sé leið til að koma sér út og hitta skemmtilegt fólk og kynnast því sem er að gerast í bæjarfélaginu.
Myndir: IngaSæm