Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Foreldramorgnar í Kirkjulundi komnir á fullt
Þriðjudagur 14. febrúar 2006 kl. 16:26

Foreldramorgnar í Kirkjulundi komnir á fullt

Nýbakaðir foreldrar frá Suðurnesjum eiga sér samastað í Kirkjulundi í Keflavíkurkirkju á miðvikudögum, en á morgun kl. 10 verður þar haldinn foreldramorgunn sem er alla miðvikudagsmorgna á sama tíma.

Þar hafa mæður jafnt sem feður komið saman að undanförnu og rætt um heima og geima auk þess sem mögulegt er að stöku sinnum verði á dagskrá fræðsla um börn og barnauppeldi.

Að fundum loknum er svo kjörið að líta inn í kyrrðarstund í kapellunni og fá sér súpu og brauð áður en haldið er heim á leið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024