Förðunartilsögn á stelpukvöldi í 88 húsinu
88 Húsið og Aðallinn í FS halda í kvöld sérstakt stelpukvöld klukkan 21.00 en þá kemur í heimsókn förðunarfræðingur frá Emm School of Makeup og sýnir létta förðun, kvöldförðun og gefur einnig góð ráð varðandi förðun almennt. Áhugasamir eru hvattir til að láta ekki þetta frábæra tækifæri til þess að fá ókeypis förðunarkennslu fram hjá sér fara.