Forðast á stíga á annarra manna tær
„Það umrót sem hefur verið hér á Íslandi allt þetta ár vegna efnahagshrunsins er mér ofarlega í huga á nýju ári og stendur upp úr. Því miður er ekki útlit fyrir að því ljúki alveg á næstunni,“ segir Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi A-listans í Reykjanesbæ inntur eftir því hvað efst sé í huga á nýliðnu ári. Hann segir umsóknina um ESB aðild hafa markað alveg sérstök tímamót enda eitthvað sem hann hafi beðið lengi efti.
„Hvað varðar persónulega hagi og áramótastreingingar þá vonast maður bara til að vera sæmilegri til orðs og æðis og að ég stígi ekki á annara manna tær á nýju ári,“ segir Guðbrandur.