Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fór pílagrímsferð á slóðir surströmming
Guðmundur kominn í surströmming-hilluna í kaupfélaginu í Malmö.
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 09:57

Fór pílagrímsferð á slóðir surströmming

- lögreglumaður ánetjast úldinni síld

Eins og frægt er orðið tóku tveir lögreglumenn af Suðurnesjum áskorun í síðustu viku þar sem þeir gúffuðu í sig úldinni síld, svokallaðri Surströmming, fyrir góðan málstað. Lögreglumennirnir eru að safna fé fyrir Special Olympics og munu taka þátt í kyndilhlaupi lögreglumanna í Austurríki í næsta mánuði.
 
Annar lögreglumaðurinn, Guðmundur Sigurðsson, fór til Svíþjóðar strax eftir síldarátið. Er því haldið fram af vinnufélögum hans í lögreglunni á Suðurnesjum að Svíþjóðarferðin sé í raun pílagrímsför til heimalands surströmming.
 
Það virðist á rökum reist því Guðmundur fór beint í næstu verslun við komuna til Malmö í Svíþjóð og tryggði sér dósir af surströmming, eins og sjá má á myndum sem hann hefur birt.
 
Hér er neðan er svo innslag Víkurfrétta um surströmming-áskorunina sem fram fór í síðustu viku.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024