Fór með trönurnar og penslana í goðheima!
Júlíus Samúelsson er að verða einn afkastamesti listamálari Reykjanesbæjar. Hann hefur hefur bæði haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum í bæjarfélaginu síðustu fjögur árin. Nú segir Júlli að komið sé að tímamótum í lífi sínu en þau markast af sýningu sem hann opnar á efri hæð Svarta pakkhússins á Ljósanótt. Sýningin kallast Lífsins tré og þar sýnir Júlli 50 olíumálverk sem hafa verið máluð á síðustu tólf mánuðum. Blaðamaður tók hús á Júlla og Héðni Waage, sem kemur einnig að sýningunni með athygliverðum hætti.Júlli segir sýninguna sem opnar á Ljósanótt vera yfirgripsmesta vekefni sem hann hefur tekið sér fyrir hendur á listaferlinum. Olíumálverkin fimmtíu, sem samtals eru tugir fermetra eru unnar upp úr rannsóknum Júlla á norrænum goðheimum. Júlli segir ferðalagið um goðheima hafa verið spennandi og dularfullt. Hann hafi lesið sig til í norrænni goðafræði samhliða því sem pensillinn var mundaður á strigann.
“Í fyrstu vissi ég ekkert hvað ég var að gera. Ég náði hins vegar að sökkva mér í verkefnið, læsti mig inni í skúr í sex mánuði og um tíma má segja að ég hafi heimsótt goðheima. Verkefnið náði sterkum tökum á mér sem erfitt er að útskýra. Goðafræðin, sem ég skildi ekert í fyrstu varð skyndilega sem opin bók fyrir mér og myndirnar spruttu fram”.
Á meðan á vinnunni við myndirnar stóð var fáum hleypt inn í vinnustofu listamannsins við Vesturgötuna í Keflavík. Góður vinur Júlla, Héðinn Waage, var þó tíður gestur og fylgdist með verkefninu og myndunum fæðast. Hann setti saman kvæði um Júlíus og sýninguna, sem verður flutt við opnun sýningarinnar á Ljósanótt.
Júlíus hafði greint Héðni frá því að hann hafi fundið fyrir tilvist veru úr goðheimum á meðan vinnunni við myndirnar stóð. Héðinn gat tekið undir þá tilfinningu og segist fullviss á því að eitthvað hafi verið á seyði. Kvæðið sem Héinn samdi er í sex vísum og meðfylgjandi er síðasta vísan.
Ráðast á mig verur rauðar
Raunverulegar eða dauðar
Er drottinn virkilega hér
Tilfinninga tungumál
Tillum fæti í eigin sál
Veistu nú hver verann er
Veruleikinn inni í þér
Sýningin opnar almenningi á laugardeginum 7. september og verður opin daglega til 15. september. Opið verður virka daga kl. 17-22 og um helgar frá kl. 10-22. Sýningin verður á 2. hæð Svarta pakkhússins að Hafnargötu 2 í Keflavík.
Myndin: Listamennirnir Júlli og Héðinn Waage við eina af myndum Júlla sem verða á sýningunni í Svarta pakkhúsinu á Ljósanótt.
“Í fyrstu vissi ég ekkert hvað ég var að gera. Ég náði hins vegar að sökkva mér í verkefnið, læsti mig inni í skúr í sex mánuði og um tíma má segja að ég hafi heimsótt goðheima. Verkefnið náði sterkum tökum á mér sem erfitt er að útskýra. Goðafræðin, sem ég skildi ekert í fyrstu varð skyndilega sem opin bók fyrir mér og myndirnar spruttu fram”.
Á meðan á vinnunni við myndirnar stóð var fáum hleypt inn í vinnustofu listamannsins við Vesturgötuna í Keflavík. Góður vinur Júlla, Héðinn Waage, var þó tíður gestur og fylgdist með verkefninu og myndunum fæðast. Hann setti saman kvæði um Júlíus og sýninguna, sem verður flutt við opnun sýningarinnar á Ljósanótt.
Júlíus hafði greint Héðni frá því að hann hafi fundið fyrir tilvist veru úr goðheimum á meðan vinnunni við myndirnar stóð. Héðinn gat tekið undir þá tilfinningu og segist fullviss á því að eitthvað hafi verið á seyði. Kvæðið sem Héinn samdi er í sex vísum og meðfylgjandi er síðasta vísan.
Ráðast á mig verur rauðar
Raunverulegar eða dauðar
Er drottinn virkilega hér
Tilfinninga tungumál
Tillum fæti í eigin sál
Veistu nú hver verann er
Veruleikinn inni í þér
Sýningin opnar almenningi á laugardeginum 7. september og verður opin daglega til 15. september. Opið verður virka daga kl. 17-22 og um helgar frá kl. 10-22. Sýningin verður á 2. hæð Svarta pakkhússins að Hafnargötu 2 í Keflavík.
Myndin: Listamennirnir Júlli og Héðinn Waage við eina af myndum Júlla sem verða á sýningunni í Svarta pakkhúsinu á Ljósanótt.