Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fór á eftirlaun en heldur áfram störfum sem sjálfboðaliði
Margrét Sigurðardóttir ætlar að halda áfram störfum án launa.
Þriðjudagur 18. júní 2013 kl. 11:38

Fór á eftirlaun en heldur áfram störfum sem sjálfboðaliði

Margrét Sigurðardóttir hefur unnið sem stuðningsfulltrúi í Hópskóla undanfarin misseri. Fram kom í máli Ásrúnar Kristinsdóttur deildarstjóra yngsta stigs við skólaslit Hópsskóla að Margrét komst á eftirlaun í febrúar síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.

Margrét gat hins vegar ekki hugsað sér að skilja við nemendurna og skólann og óskaði eftir að halda sinni stundatöflu og aðstoða áfram. Hún hefur því unnið í sjálfboðavinnu í Hópsskóla síðan þá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Margrét er ekki hætt þrátt fyrir að skólaárið sé búið því hún hefur óskað eftir því að fá að halda áfram sem sjálfboðaliði í skólanum næsta vetur. Voru henni þökkuð góð störf á skólaslitunum.