Fór á eftirlaun en heldur áfram störfum sem sjálfboðaliði
Margrét Sigurðardóttir hefur unnið sem stuðningsfulltrúi í Hópskóla undanfarin misseri. Fram kom í máli Ásrúnar Kristinsdóttur deildarstjóra yngsta stigs við skólaslit Hópsskóla að Margrét komst á eftirlaun í febrúar síðastliðnum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur.
Margrét gat hins vegar ekki hugsað sér að skilja við nemendurna og skólann og óskaði eftir að halda sinni stundatöflu og aðstoða áfram. Hún hefur því unnið í sjálfboðavinnu í Hópsskóla síðan þá.
Margrét er ekki hætt þrátt fyrir að skólaárið sé búið því hún hefur óskað eftir því að fá að halda áfram sem sjálfboðaliði í skólanum næsta vetur. Voru henni þökkuð góð störf á skólaslitunum.