Food and fun í Bláa lóninu – japanskur gestakokkur
Bláa lónið er þátttakandi í Food and fun matarhátíðinni sem haldin verður dagana 9.-13 mars. Kaz Ocokhi sem á og rekur veitingastaðinn Kaz Sushi Bistro www.kazsushi.com í Washington DC verður gestakokkur á Lava í Bláa lóninu.
Eins og nafn veitingastaðar hans gefur til kynna sérhæfir Kaz sig m.a. í Sushi og verður úrval af Sushi réttum á Food and fun matseðli Bláa lónsins. Kaz er fæddur og uppalinn í Nagoya í Japan. Hann nam matreiðslu í Tsuji Culinary Institute in Osaka, sem er einn virtasti matreiðsluskóli Japans, þar sem hann sérhæfði sig í Sushi gerð. Frá árinu 1988 hefur Kaz starfað í Washington DC þar sem hann hefur kynnt og þróað sína aðferð við Sushi. Hann var á meðal fyrstu matreiðslumanna í Bandaríkjunum til að þróa nútíma rétti sem byggja á hefðbundinni japanskri matargerð. Hann opnaði veitingastað sinn Kaz Sushi í Washington DC árið 1999. Veitingastaðurinn hefur hlotið fjölda viðurkenninga og m.a. hafa samtök veitingamanna á Washington DC svæðinu valið Kaz Sushi sem einn af fimm bestu veitingastöðum svæðisins auk þess sem matseðlinum hefur verið lýst sem nýstárlegum og framsæknum. Kaz vinnur með japanskar, vestrænar og alþjóðlegar matargerðahefðir til að skapa það sem hann lýsir sem „freestyle“ japanskri matargerð – á hefðbundnum grunni en með nútímalegri framsetningu.
Viktor Örn Andrésson, yfirmatreiðslumeistari Bláa lónsins, sagði það vera afar spennandi að fá Kaz sem gestakokk. „Sushi er nú í boði á matseðlinum okkar og með heimsókn Kaz munum við kynna skemmtilegar nýjungar. Við erum í einstakri aðstöðu hér í Grindavík þar sem við höfum ávallt aðgang að besta mögulega sjávarfangi sem skiptir lykilmáli þegar kemur að góðu Sushi,“ segir Viktor. Food and fun matseðillinn verður í boði frá 9.-13. mars og hann samanstendur af Marineruðum (Ceviche) laxi og hörpuskel, Humar misó-súpu, blönduðu Sushi og íslensku skyri í eftirrétt. Borðapantanir eru í síma 420-8815
Nánari upplýsingar má finna á www.bluelagoon.is