Foo Fighters í Bláa Lóninu
Meðlimir hljómsveitarinnar Foo Fighters slökuðu á í Bláa Lóninu í gærdag, en hljómsveitin heldur tónleika í Laugardalshöll í kvöld. Dave Grohl söngvari hljómsveitarinnar sagði í samtali við Víkurfréttir að honum liði vel í Bláa Lóninu og að það væri gott að komast burt frá öllum skarkalanum, en unnusta hans var stödd með honum í lóninu. David sagðist hlakka til tónleikanna og að spila fyrir íslenska gesti. David er í fyrsta sinn á Íslandi og sagði hann að honum líkaði vel það sem hann hefði séð af landinu. „Mér líkar sérstaklega vel við litinn á vatninu í Bláa Lóninu því hann minnir mig á mjólkina í Star Wars myndunum,“ sagði David í samtali við Víkurfréttir.
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson
VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson