Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fönguðu íturvaxið fiðrildi
Miðvikudagur 6. september 2006 kl. 15:50

Fönguðu íturvaxið fiðrildi

Krakkarnir á leikskólanum Gimli í Reykjanesbæ ráku upp stór augu í dag þegar þau fundu þetta íturvaxna fiðrildi í holu á leikvelli leikskólans. Þegar blaðamann bar að á Gimli var hópur af krökkum í kringum plastdósina þar sem fiðrildið var geymt að dást að ferlíkinu.

Fiðrildið stóra unni hag sínum vel í dósinni en var þó frelsinu fegið þegar krakkarnir opnuðu dósina að nýju og leyfðu því að fljúga á vit ævintýranna.

Þeir sem kunna nánari deili á þessu fiðrildi og vila deila kunnáttu sinni eru beðnir um að hafa samband við Víkurfréttir á [email protected] eða [email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024