Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fólksfjöldi fyrir utan Nettó
Miðvikudagur 15. desember 2010 kl. 09:59

Fólksfjöldi fyrir utan Nettó

Mikill fjöldi var af fólki fyrir utan Nettó í gær þegar Jólatrukkar Coca-Cola mættu á svæðið. Jólatrukkarnir eru innfluttir frá Bandaríkjunum og sérhannaðir til að skapa jólastemningu þar sem þeir eru skreyttir jólaljósum og ríkulega útbúnir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í þeirra för var sjálfur jólasveinninn til að gleðja litlu krakkana og fengu þau tekna mynd af sér með jólasveininum í öðrum trukknum.
Þegar krakkarnir voru búnir í myndatöku fengu þau glaðning frá aðstoðarmönnum jólasveinsins, kók eða svala og súkkulaði. Í hinum trukknum var hægt að prófa nýjustu Playstation Move leikina, sem byggja á hreyfingu leikmanna og var það ekki síður vinsælt.

VF-Myndir/siggijóns

Aðstoðarmenn jólasveinsins gáfu krökkum nammi, kók og svala.

Krakkarnir gátu hitt þann rauðklædda í öðrum trukknum.

Playstation Move leikirnir voru vinsælir á meðal ungu kynslóðarinnar.

Trukkarnir voru vel skreyttir eins og sjá má á myndinni.