Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fólk í kaupstað - ný sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 07:00

Fólk í kaupstað - ný sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar

Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna „Fólk í kaupstað“ föstudaginn 15. febrúar kl. 18:00 í Duus Safnahúsum.

 
Á sýningunni gefur að líta örlítið sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994.

Sunnudaginn 10. mars kl. 15 munu sýningarstjóri og ljósmyndari vera á staðnum og ræða við gesti og gangandi. Sýningin er opin alla daga 12.00-17.00.
 

Við sama tækifæri opnar Listasafn Reykjanesbæjar einkasýningu Guðjóns Ketilssonar, Teikn, í Listasal.

Sunnudaginn 10. mars kl. 15 verða listamaðurinn og sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson með leiðsögn um sýninguna.



Einnig verður opnuð í Bíósal sýning á listrænum ljósmyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin ber heitið LJÓS OG TÍMI og sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024