Fólk í kaupstað - ný sýning Byggðasafns Reykjanesbæjar
Byggðasafn Reykjanesbæjar opnar sýninguna „Fólk í kaupstað“ föstudaginn 15. febrúar kl. 18:00 í Duus Safnahúsum.
Á sýningunni gefur að líta örlítið sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar. Þema sýningarinnar er fólk og fjölbreytt mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994.
Sunnudaginn 10. mars kl. 15 munu sýningarstjóri og ljósmyndari vera á staðnum og ræða við gesti og gangandi. Sýningin er opin alla daga 12.00-17.00.
Við sama tækifæri opnar Listasafn Reykjanesbæjar einkasýningu Guðjóns Ketilssonar, Teikn, í Listasal.
Sunnudaginn 10. mars kl. 15 verða listamaðurinn og sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson með leiðsögn um sýninguna.
Einnig verður opnuð í Bíósal sýning á listrænum ljósmyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin ber heitið LJÓS OG TÍMI og sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.
Sunnudaginn 10. mars kl. 15 verða listamaðurinn og sýningarstjórinn Aðalsteinn Ingólfsson með leiðsögn um sýninguna.
Einnig verður opnuð í Bíósal sýning á listrænum ljósmyndum úr safneign Listasafns Reykjanesbæjar. Sýningin ber heitið LJÓS OG TÍMI og sýningarstjóri er Inga Þórey Jóhannsdóttir.