Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fögur fljóð í Bláa lóninu
Fimmtudagur 9. júní 2011 kl. 10:14

Fögur fljóð í Bláa lóninu

Rúmlega 500 konur fögnuðu komu nýrra Blue Lagoon vara: Silica mud exfoliator og Silica foot & leg lotion, í spa partýi sem haldið var Bláa Lóninu í gær, miðvikudagskvöldið 8. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, var heiðursgestur kvöldsins og fékk hún fyrstu vörurnar afhentar. Hún sagði við þetta tækifæri að það væri sérstaklega ánægjulegt að vera viðstödd þennan viðburð. Orka, nýsköpun, iðnaður og ferðaþjónusta væri málefni Iðnaðarráðuneytisins og í Bláa Lóninu sameinuðust allir þessir þættir. Þá þakkaði hún starfsfólki Bláa Lónsins sérstaklega fyrir framlag sitt til heilsuferðaþjónustu.

DJ Margeir spilaði á bakkanum og gestir nutu veitinga og spa upplifunar en auk þess að prófa vörurnar var boðið upp á léttar spa meðferðir.

Fleiri myndir frá gærkvöldinu inn á vef VF.