Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fögnuðu níræðisafmæli saman
Laugardagur 11. september 2021 kl. 09:44

Fögnuðu níræðisafmæli saman

Þegar tíðindamenn Víkurfrétta eru á ferðinni eru þeir oft heppnir. Eins og þegar Páll Ketilsson, ritstjóri hitti þrjá vinkonur í afmæliskvöldverði á Library veitingastaðnum í Keflavík nýlega. Þar var verið að fagna níræðisafmæli Ráðhildar Guðmundsdóttur. Með í fjörinu voru vinkonur hennar, þær Hafdís Jóhannsdóttir og Elín Guðmannsdóttir og þær eru báðar á níræðisaldri. Allar mjög hressar. „Við urðum að fresta afmæliskvöldverði hennar Ráðu í sumar en  ekki lengur,“ sögðu vinkonur hennar. Samtals voru nærri 270 ár þarna við borðið. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar heilsaði svo upp á þær og afmælisbarnið notaði tækifærið og spurði hann út í bæjarmálin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024