Föðmuðu skólann sinn
Nemendur í Njarðvíkurskóla hafa greinilega sterkar taugar til skólans ef marka má háttarlag þeirra á þriðjudagsmorguninn þegar þeir mynduðu keðju utan um skólabygginguna og föðmuðu hana. Einnig tóku þátt í faðmlaginu leikskólabörn úr Njarðvík og væntanlegir framtíðarnemendur Njarðvíkurskóla.
Athöfn þessi var uppahafið að þemadögum sem standa yfir í skólnum þessa dagana undir einkunnarorðunum Vinátta og kærleikur.
VFmyndir/elg.