Flutti til Bretlands og býr rétt hjá Oxford
Bryndís Einarsdóttir svaraði nokkrum spurningum frá Víkurfréttum um áramótin.
Hvað stendur upp úr í einkalífi þínu á árinu?
Elsku pabbi minn vann bug á alvarlegum veikindum sínum, held hann sé búinn til úr stáli.
Fagnaðir þú ákveðnum áfanga eða byrjaðir þú á einhverju nýju 2019?
Við fluttum til Bretlands, erum rétt hjá Oxford og ég eignaðist tvo listdansskóla þar á grunn- og framhaldsskólastigi. Eigum núna heima þar og á Íslandi!
Hver fannst þér stóra fréttin á landsvísu?
Brjálað óveður og Ísland ekki í stakk búið til þess að díla við það!
Hver fannst þér stóra fréttin í nærumhverfi þínu?
Íhaldsflokkurinn vann og brexit heldur áfram.
Hvað borðaðir þú um áramótin?
Hangikjöt, rauðkál, brúnaðar kartöflur og allskonar gúmmelaði, ásamt ís og eftirrétt.
Eru einhverjar áramóta-/nýárshefðir hjá þér?
Fara á brennu og skjóta upp flugeldum. Horfa á árið fjara út ... syngja hástöfum „Nú árið er liðið“, fella tár af söknuði yfir þeim sem farnir eru og geta síðan ekki annað en brosað í gegnum tárin yfir kampavínskorkadansinum í sjónvarpinu.
Strengir þú áramótaheit?
Halda áfram að elska hvern dag sem ég lifi og njóta lífsins í botn!