Flugvirkjar grennast ekki í dag
- Árleg hefð að konurnar í flugskýlinu baki vöfflur á bóndadaginn.
Konurnar sem starfa í viðhaldsskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli gerðu heldur betur vel við karlana í skýlinu nú rétt áðan. Nú stendur yfir risatstór vöffluveisla þar sem boðið er upp á nýbakaðar vöfflur með sultu og rjóma.
Það er árleg hefð á bóndadag að konurnar í skýlinu baki vöfflur fyrir karlana. Þeir mæta svo með konfekt og blóm í tengslum við konudaginn.
Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi nú áðan.