Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Flugvallarstjóri kvaddur
Fimmtudagur 31. janúar 2008 kl. 16:22

Flugvallarstjóri kvaddur

Björn Ingi Knútsson, fráfarandi flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli, var kvaddur með virktum af samstarfsfólki sínu í kveðjuhófi sem fram fór í Leifsstöð í morgun. Björn hverfur nú til annarra starfa á allt öðrum vettvangi eftir að hafa gengt stöðu flugvallarstjóra í 9 ár.
Björn Ingi var leystur út með gjöfum og góðum orðum af sínu nánasta samstarfsfóki

„Þetta eru að sjálfsögðu nokkuð tregablandnar tilfinningar, þessi flugvöllur er jú búinn að eiga sterk ítök í mér í nærri áratug,“ sagði Björn Ingi aðspurður um það hvernig honum væri innanbrjósts á þessum tímamótum. „Ég finn fyrst og fremst til þakklætis fyrir allt það góða samstarfsfólk og starfsfólk sem ég hef haft með mér. Þetta hefur verið áfallalaus rekstur og það skiptir miklu máli. Þetta er líka flókinn rekstur og ég held að ég geti bara horft nokkuð stoltur um öxl,“ bætti hann við.

Björn Ingi hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Saltkaupa. Saltkaup eru umsvifamesta fyrirtæki landsins í viðskiptum með salt til framleiðslu sjávarafurða og íseyðingar á götum. Saltkaup selja jafnframt ýmiskonar umbúðir og fleira fyrir sjávarútveginn og er með starfsstöðvar víða um land og í Færeyjum.

Efri mynd:
Björn Ingi Knútsson ásamt konu sinni Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur í Leifstöð í morgun.

Neðri mynd:
Samstarfsfólk Björns Inga og gestir mættu til kveðjuhófs í morgun.

VF-myndir: elg.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024