Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fimmtudagur 2. desember 1999 kl. 16:17

FLUGLEIÐIR Í NÝJUM „FELULITUM"?

Á dögunum var mikil móttökuathöfn vegna komu fyrstu vélar Flugleiða í nýjum og glæsilegum litum flugfélagsins. Nýir litir - ný ímynd. Við sama tilefni var opnuð ný heimasíða Flugleiða og ný tímatafla kynnt. Á heimasíðu Flugleiða og í tímatöflunni má sjá heimskort með nýju leiðarkerfi Flugleiða til austurs og vesturs. Á heimskortinu eru áfangastaðir s.s. Halifax, New York, London, Færeyjar o.s. frv., en textinn yfir Íslandi er REYKJAVÍK INTERNATIONAL AIRPORT. Það er því sem fyrr með ólíkindum hvernig Flugleiðir telja sig geta breytt þekktu nafni á alþjóðlegum flugvelli okkar Íslendinga eftir eigin geðþótta, svona í leiðinni og þeir breyta um liti á eigin flugvélum. Í ensku tímatöflu félagsins má m.a. sjá setninguna sem slær öllu við „Keflavík airport, the International Airport for Reykjavík.“ Hvar er þá „the International Airport for Iceland“ að finna eða er flugvöllurinn eingöngu ætlaður fyrir gesti Reykjavíkur? Í júlí 1994 skrifaði undirritaður grein í Morgunblaðinu til að mótmæla tillögum um að nafn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar yrði tengt Reykjavík. Það voru aðeins tillögur þá, þó slæmar væru. Við sem stöndum við stjórnvölina á Suðurnesjum munum að sjálfsögðu mótmæla gjörningi þessum á réttum vettvangi og fylgja því fast eftir að rétt nafn á flugvellinum til nær 60 ára verði skráð á heimasíðu Flugleiða svo og annars staðar. Hafa verður í huga að þrátt fyrir að Flugleiðir leigji stærstu hótel sín til reksturs í Reykjavík þá eru ekki allir ferðamenn á leið þangað - það vita menn. Alþjólegur flugvöllur í Keflavík er fyrir alla gesti Íslendinga. Ferðamálayfirvöld hafa undanfarna mánuði lýst yfir áhyggjum vegna vaxandi markaðshlutfalls Reykjavíkur á kostnað landsbyggðarinnar. Hér er ein skýring af mörgum - hér er verk að vinna. Við Fluleiði vil ég segja: „Ný ímynd fæst ekki eingöngu með nýjum litum þó fallegir séu. Hún fæst með góðri þjónustu, réttlátri verðlagningu og réttum upplýsingum til viðskiptavina sinna.“ Steinþór Jónsson, varaformaður Markaðs- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024